Minning um góðan vin

Góður félagi okkar, vinur og félagsmaður í GHG, Ásgeir Andrason er fallinn frá eftir stutta baráttu við erfið veikindi.
Ásgeir  var varamaður í stjórn GHG til nokkurra ára og var virkur í starfi í mótanefnd svo og öðrum verkefnum sem til féllu.
Ásgeir var hvers manns hugljúfi, hress og alltaf stutt í brosið og glettnina í honum.
Hans verður sárt saknað af golfvellinum og í félagsstarfinu í klúbbnum okkar.
Við sendum eiginkonu og fjölskyldu Ásgeirs okkar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall góðs félaga og vinar – blessuð sé minning hans.
Útför Ásgeirs fer fram frá Hveragerðiskirkju þann 3. nóvember kl. 13:00

Kveðja frá Golfklúbbi Hveragerðis

 

Leave a Reply