Á kvennafrídaginn þann 19. júní verður haldið nýtt og skemmtilegt mót á Gufudalsvelli.
Opna Hótel Selfoss Kvennamótið verður punktamót með glæsilegum vinningum fyrir efstu þrjú sætin ásamt fullt af aukavinningum. Dregið verður úr skorkortum við lok móts og verða veittar teiggjafir við byrjun móts.
Vinningar eru frá Hótel Selfoss og Ölgerðinni
Vinningaskrá:
1. sæti: Tveggja nátta smellur
Innifalin er gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi, þríréttaður kvöldverður hússins annað kvöldið, morgunverður af hlaðborði á Riverside restaurant ásamt aðgang að heilsulind Riverside spa.
Gjafabréfið gildir fyrir tvo. Ein rúta af Egils Gull fylgir með.
- sæti: Spa smellur
Innifalið er gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi, þríréttaður kvöldverður hússins, morgunverður af hlaðborði á Riverside Restaurant og aðgangur í heilsulind Riverside spa.
Gjafabréfið gildir fyrir tvo. Ein rúta af Egils Gull fylgir með.
- sæti: Nætur smellur
Innifalið er gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi, þríréttaður kvöldverður hússins og morgunverður af hlaðborði á Riverside restaurant.
Gjafabréfið gildir fyrir tvo. Ein rúta af Egils Gull fylgir með.
Nándar verðlaun á 7/16 holu og 9/18 holu:
Út að borða fyrir tvo á Riverside restaurant að verðmæti 13.000 kr. Mama Piccini hvítvín fylgir með.
Lengsta teighögg á 6. braut:
Út að borða fyrir tvo á Riverside restaurant að verðmæti 13.000 kr. Mama Piccini hvítvín fylgir með.
Skorkortaúrdráttur:
4x Spa smellur.
2x Spa-aðgangur fyrir 10 manna hóp.
2x Gjafabréf á Riverside restaurant fyrir tvo að verðmæti 13.000 kr.
2x Hvítvínsflöskur.
Skráning á golf.is og í síma 483 5090 og lýkur fimmtudaginn 18. júní kl. 24:00.
Tveir rástímar af öllum teigum klukkan 11:00, mæting 10:30 og kl. 16:00, mæting 15:30.
Verðlaunaafhending er áætluð klukkan 21:00.
Einungis kylfingar með löglega forgjöf geta unnið til verðlauna.
Mótsgjald 4500.-
Mótanefnd hvetur konur til að skrá sig og fagna kvennafrídeginum.