Meistaramót GHG

mmot
Meistaramót 2015
Meistaramótið fer fram dagana 1. til 4. júlí.

 

Leikdagar:

1.júlí   Miðvikudagur- Rástímar frá kl. 14   Allir flokkar

 

2.júlí    Fimmtudagur-Rástímar frá kl. 14 Karlaflokkar-Kvennaflokkar

 

3.júlí    Föstudagur-   Rástímar eftir uppröðun frá kl. 14 Karlaflokkar-Kvennaflokkar-Öldungafl. Karla 50-69 ára-Öldungaflokkur Kvenna

 

4.júlí    Laugardagur- Rástímar eftir uppröðun frá kl. 9 Allir flokkar

 

Verðlauna afhending verður að móti loknu 4. júlí.

Skráningu líkur 29. júní kl 19:00

Allir klúbbfélagar eru hvattir til að taka þátt.


Reglugerð um meistaramót GHG

Meistaramót GHG skal haldið í júlí ár hvert.

Þátttökurétt hafa allir fullgildir félagar klúbbsins. Einungis klúbbfélagar með GHG sem aðalklúbb geta orðið klúbbmeistarar. Keppt skal í karla, kvenna, unglinga- og öldungaflokki. Leikmönnum er raðað í flokka eftir forgjöf, fyrsta leikdag mótsins.

 


Keppni hefst á miðvikudegi og stendur yfir í fjóra daga, allir flokkar ljúka leik á laugardegi, lokadegi mótsins.

Mótsstjórn raðar niður leikdögum hjá þeim flokkum sem spila þrjá daga.

Fyrstu tvo mótsdagana skrá þátttakendur sig á rástíma í skála, en þriðja og fjórða dag mótsins verður ræst út eftir flokkum og skori fyrri keppnisdagana.

 

Leikinn skal höggleikur án forgjafar í eftirtöldum flokkum:

 

a.       Karla flokkar, gulir teigar, 72 holur, (4×18 holur).
i.  Meistaraflokkur, forgjöf 0 til 9,0.
ii.  1.flokkur karla, forgjöf 9,1-15,0.
iii.  2.flokkur karla, forgjöf 15,1-24,0.
iv.  3.flokkur karla, forgjöf 24,1-36,0.

 

b.      Kvenna flokkar, rauðir teigar, 72 holur, (4×18 holur).
i.  Meistaraflokkur kvenna, forgjöf 0-28,0.
ii.1.flokkur kvenna, forgjöf 28,1-36,0.
c.      Öldungaflokkar:
i. Karlar 50-69 ára, gulir teigar, 54 holur; (3×18 holur).
ii.  Karlar 70 ára og eldri, rauðir teigar, 36 holur; (2×18 holur).
iii.  Öldungaflokkur kvenna 50-69 ára, rauðir teigar, 54 holur; (3×18 holur).

d.      Unglinga- og barnaflokkar:

i.  Strákar 16-18 ára, gulir teigar, 54 holur (3×18 holur).
ii.  Stelpur  16-18 ára, rauðir teigar, 54 holur (3×18 holur).
iii.  Strákar 13-15 ára, rauðir teigar, 54 holur (3×18 holur).
iv.  Stelpur 13-15 ára, rauðir teigar, 54 holur (3×18 holur).
v.  Barnaflokkur 12 ára og yngri, rauðir teigar, 27 holur ( 3x9holur).

Heimilt er að fella niður þátttöku í einstökum flokkum eða breyta  flokkaskipan ef ekki er keppnisfært í flokkunum (þáttakendur eru færri en 3).

Óvæntar uppákomur:

Ef hætta þarf leik vegna óviðráðanlegra orsaka, skulu skor í öllum flokkum viðkomandi dag teljast ógild.

 

Ef ekki nást úrslit eftir lögbundinn holufjölda, skal leika bráðabana þar til sigurvegari fæst.

i. Í bráðabana skal leika 9.holu þar til sigurvegari fæst.

Klúbbmeistarar GHG í  karla- og kvennaflokki eru þeir kylfingar sem leika 72 holur á fæstum höggum.

Sigurvegari í hverjum flokki verður flokkameistari.

Skráningu skal vera lokið kl. 19:00 tveimur dögum fyrir fyrsta keppnisdag.

Leave a Reply