Púttmótaröð hefst laugardaginn 17. janúar.
Púttmótaröð verður spiluð í Hamarshöllinni í vetur og hefst hún næstkomandi laugardag, 17.janúar og verður hún leikinn með svipuðu sniði og síðastliðinn vetur.
Rástímar verða frá kl. 10:00 – 12:00, spilaðar verða 36 holur og ekki verður leyft að fara æfingahring fyrir mótið.
Mótin verða alls 12 og leikið næstu 12 laugardaga. Í lok mótaraðarinnar verða tekin saman 6 bestu skorin til að finna sigurvegara mótaraðarinnar.
Veitt verður verlaun fyrir 3 efstu sætin á lokadegi mótaraðarinnar, 4.apríl.
Mótsgjald verður kr.500 fyrir hvern dag.
Athugið að mótaröðin er opin fyrir alla og eru félagsmenn hvattir til að taka með sér gesti.
Fylgist með stöðuni á mótasíðini hér
Mótanefnd GHG