Aðalfundur GHG

Aðalfundur Golfklúbbs Hveragerðis var haldin miðvikudaginn 16. desember og var mjög góð mæting félagsmanna og var mikill einhugur í félagsmönnum um starfið í klúbbnum.

011-1

Formaður fór yfir skýrslu stjórnar, nánar hér: Aðalfundur 2015 yfirlit

008-1

Talsverður viðsnúningur hefur orðið á rekstri klúbbsins og var hagnaður ársins 3,6 milljónir kr., en afkoma fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld nam 6,4 milljónum kr. Á árinu voru keyptar vélar fyrir 5,8 milljónir kr. Skuldir klúbbsins lækkuðu um 1,3 milljónir kr. og heildarskuldir þann 31. október 2015 námu 5,1 millj. kr. Hægt er að skoða ársreikning hér: Ársreikningur GHG 2015 áritaður

Fundurinn samþykkti að hækka árgjöld fyrir 2016 um 7% en síðast voru árgjöld hækkuð árið 2014.

Þórdís Geirsdóttir hlaut Háttvísibikarinn sem var gefinn af GSÍ á 20 ára afmæli klúbbsins.

.014-1

IMG_1001Fannar Ingi Steingrímsson var valinn kylfingur ársins og tilnefndur til íþróttamanns Hveragerðis. Úrdráttur af afrekum Fannars á árinu:

Þrátt fyrir ungan aldur, en Fannar Ingi er 17 ára, hefur Fannar Ingi öðlast mikla reynslu bæði í ungling og fullorðinnaflokkum innanlands og einnig erlendis. Fannar Ingi iðkar íþróttina af sannri elju og hefur verið golfklúbbnum hvarvetna til sóma, sem og innan unglia-landsliðs Golfsambands Íslands.

Fannar Ingi hóf árið 2015 ( 2- 3 janúar ) með frábærum árangir í Honda Classic Junior á Florida (18 ára og yngri ) og hafnaði í 3 sæti

Í Febrúar tók Fannar ingi þátt í sínu fyrsta atvinnumannamóti,  Algarve Pro Gorlf Tour í Portúgal og hafnaði í tíunda sæti af 70 keppendum víðs vegar að úr Evrópu.  Íslenska Golflandslið unglinga og fullorðinna var þar við æfingar og var árangur Fannars Inga bestur þeirra Íslendinga er tóku þátt í mótinu.

Leave a Reply