Fréttir af starfi

Kæri félagi,

Það gengur á ýmsu í veðrinu þessa dagana og við höfum ekki farið varhluta af því.  Inniaðstaðan sem við höfðum í Hamarshöllinni og nýttist m.a. í púttmótum, er ekki til staðar lengur og þá er gott að geta haft þann möguleika að æfa eða spila í nýja golfherminum okkar.
Öll aðstaða þar er til fyrirmyndar og er hin glæsilegasta. Bókanir í golfherminn ganga vel og er hægt að bóka sig á heimasíðunni okkar hér.
Strákarnir á vellinum eru að klára að gera allar vélar tilbúnar fyrir sumarið og ditta að hinu og þessu og gera allt klárt fyrir vorið.
Í skálanum eru miklar breytingar í gangi og verður gaman í vor að sjá hvernig þær takast til.
Unnið er að uppsetningu á nýrri loftaklæðningu og á að skipta um golfefni í sal. Skrifstofa hefur verið rifin og salur stækkaður sem því nemur.

Kveðja frá Starfsfólkinu.

 

Leave a Reply