Ljósaboltamót 16. september

Innanfélagsmót

Karlar og konur leika saman.

Ljósaboltamót verður haldið föstudaginn 16. september á Gufudalsvelli. Verð 4.000 kr. og innifalið er 1 ljósabolti, 1 drykkur (bjór eða gos) og matarmikil súpa. Fjöldatakmörkun er 44 (mögulega má troða 48) en vinsamlegast skráið ykkur á biðlista ef mótið fyllist með því að senda póst á ghg@ghg.is Reynslan hefur kennt okkur að það eru alltaf einhverjir/einhverjir sem forfallast. Þetta er til gamans gert og gott að hafa höfuðljós og jafnvel ljósaseríur til að skreyta golfpokann. Svo væri gaman ef einhver á sound blaster eða öflugan bluetooth hátalara til að láta dalinn óma af tónlist og gleði. Leikfyrirkomulag er að reyna að koma boltanum í holu á sem fæstum höggum (frekar frjáls aðferð). Verðlaunaafhending að leik loknum. Við hefjum leikinn klukkan 19:30. mæting eigi síðar en kl 19. Ræst út af öllum teigum samtímis (shotgun)

Tóm gleði og hamingja.

Leave a Reply