Opna Friðgeirsmótið 2015 verður haldið sunnudaginn 16. ágúst á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbi Hveragerðis.
Minningarmót Friðgeirs hefur verið árlegur viðburður hjá GHG síðan 2006. Friðgeir Kristjánsson var einn af stofnendum Golfklúbbs Hveragerðis og hafaafkomendur hans haldið minningu hans í heiðri og stutt dyggilega við klúbbinn með öflun glæsilegra vinninga í mótið.
Teiggjafir: Vatnsflaska frá Icelandic Glacial auk óvænts glaðnings.
Verðlaun fyrir Besta skor: Áletraður verðlaunabikar.
Golfpakki 1 á Hótel Hamri sem inniheldur 3ja rétta kvöldverð, gistingu fyrir 2 í eina nótt, morgunverðarhlaðborð og tvo 18 holu hringi á Hamarsvelli. Andvirði kr. 49.900,-
Verðlaun fyrir 1. sæti með forgjöf: Farandbikar hannaður og smíðaður af Friðgeiri Kristjánssyni heitnum, húsasmíðameistara og golfara. Áletraður verðlaunabikar.
Golfpakki 1 á Hótel Hamri sem inniheldur, 3ja rétta kvöldverð, gistingu fyrir 2 í eina nótt, morgunverðarhlaðborð og tvo 18 holu hringi á Hamarsvelli. Andvirði kr. 49.900,-
Verðlaun fyrir 2. sæti með forgjöf: Áletraður verðlaunabikar.
Sælulykill á Hótel Örk sem innifelur þriggja rétta kvöldverð, gistingu fyrir 2 í eina nótt, morgunverð og aðgang að öllum þægindum hótelsins. Auk þess 18 holu golfhringur á Gufudalsvelli.
Andvirði kr. 35.900,-
Verðlaun fyrir 3. sæti með forgjöf: Áletraður verðlaunabikar.
Sælulykill á Hótel Örk sem innifelur þriggja rétta kvöldverð, gistingu fyrir 2 í eina nótt, morgunverð og aðgang að öllum þægindum hótelsins. Auk þess 18 holu golfhringur á Gufudalsvelli.
Andvirði kr. 35.900,-
Lengsta teighögg karla á annarri braut: Gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði. Andvirði kr. 20.000,-
Lengsta teighögg kvenna á sjöttu braut: Gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði. Andvirði kr. 20.000,-
Nándarverðlaun á 7. braut: Gjafabréf á glæsilega ostakörfu frá Mjólkursamsölunni
Nándarverðlaun á 9. braut: Gjafabréf á glæsilega ostakörfu frá Mjólkursamsölunni
Öldungaviðurkenning: Elsti þáttakandi í mótinu fær góða viðurkenningu fyrir þátttökuna.
Að móti loknu er dregið úr skorkortum með hinu skemmtilega málsháttarlottói:
Vinningar eru meðal annars frá Kjörís í Hveragerði, Heilsustofnun NLFÍ , Golfbúðinni Dalshrauni í Hafnarfirði, Arion banka í Hveragerði og Mjólkursamsölunni.
Rástímar: 8:00-10:00 og 13:00-15:00
Einungis kylfingar með virka forgjöf geta unnið til verðlauna.
Hámarksleikforgjöf karla er 24.
Hámarksleikforgjöf kvenna er 28.
Skráning á golf.is og í síma 483-5090 og lýkur skráningu á miðnætti laugardaginn 15. ágúst.
Mótsgjald er 4500.-
A.T.H. Aðeins kylfingar með virka forgjöf geta unnið til forgjafarverðlauna.