Kæru félagar.
Vegna mjög slæmrar veðurspár á sunnudag höfum við ákveðið að fresta opna Kjörís til 28/08. Þeir sem ekki komast þá eru beðnir um að afskrá sig í skjali eða í síma 483-5090.
Bestu kveðjur frá mótanefnd GHG.
—
Sunnudaginn 7. ágúst verður Kjörís Open mótið haldið á Gufudalsvelli.
Leikform 18 holu 2ja manna Texas Scramble þar sem hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Samanlögð vallarforgjöf deilt með 5, forgjöf liðanna, verður handvirkt reiknuð á staðnum. Því ber að taka forgjöf við skráningu á Golf.is með fyrirvara. EKKI er gefin hærri forgjöf en sem nemur forgjöf lægri keppanda.
Aðeins kylfingar með gilda forgjöf geta unnið til forgjafarverðlauna.
Kylfingar athugið, þar sem ekki er hægt að skrá sig á rástíma í liðakeppnismótum, þá þarf að skrá sig fyrst í mótið sem lið og síðan að velja sér rástíma í skjalinu hér að neðan:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1ea8Apmwln4Sbz1nSfEUrQKe9VI9QFU82NsDeK–9I4k/edit?usp=sharing
Rástímar frá 08:00-10:00 og 13:00-15:00
Opnað verður fyrir skráningu átta dögum fyrir mótsdag.
Verðlaun:
1. sæti 40 þús. króna gjafabréf frá Örninn golfverslun x 2 + 2 kassi af Lúxus íspinnum.
2. sæti 30 þús. króna gjafabréf frá Örninn golfverslun x 2 + 2 kassi af Lúxus íspinnum.
3. sæti 25 þús. króna gjafabréf frá Örninn golfverslun x 2 + 2 kassi af Lúxus íspinnum.
4. sæti 20 þús. króna gjafabréf frá Örninn golfverslun x 2 + 2 kassi af Lúxus íspinnum.
5. sæti 15 þús. króna gjafabréf frá Örninn golfverslun x 2 + 2 kassi af Lúxus íspinnum
Nándarverðlaun á par 3 holum, 1 x konfekt ísterta, 4 ltr. mjúkís og 1 kassi af hlunkum
Lengsta teighögg á 6/15 braut, 1 x konfekt ísterta, 4 ltr. mjúkís og 1 kassi af hlunkum.
Eftir mót birtast úrslit á golf.is og hér á síðunni