Vinnudagur laugardaginn 15.10:
Verkefnin:
- Það á að vinna í því að setja upp ofna í vélaskemmunni og golfbílageymslunni, leggja að þeim ásamt því að setja upp forhitara, Gummi Ingimars og Janus Bjarna verða í þessu ásamt einhverjum aðstoðarmönnum.
- Hannes rafvirki ætlar að fara í að ganga frá rafmagni í golfbílageymsluna og Morten ætlar að sjóða pappa á þakið á henni.
- Þar sem spáð er góðu veðri væri voða freistandi að reyna að fara í að klára að skipta um járn á vélaskemmunni, en til að það sé hægt þarf að tryggja að nægur mannskapur fáist, best væri að hafa 3 smiði (menn vana smíðavinnu) + 3 aðstoðarmenn, þessir menn þurfa að geta verið allan daginn og kannski eitthvað á sunnudeginum.
- Ef nægur mannskapur fæst mætti skoða önnur verk, t,d, lekann á þaki íbúðarhússins og grafa skurð frá tengikompunni fyrir forhitarann svo hægt sé að koma fyrir nýju affallsröri af hitaveitunni fyrir íbúðarhúsið.
Mæting kl. 09:30, menn eru beðnir um að melda sig á ghg@ghg.is eða skrifa “mæti” við fréttina á Facebook síðu klúbbsins.
Stjórnin