2. braut

Ein fallegasta par 5 hola á landinu með mjög fallegt útsýni af teig. Hér er mjög mikilvægt að vera frekar hægra megin í teighögginu og fá þannig rúll niður hæðina (vinstra megin er kargi sem ekki er gott að lenda í). Annað höggið getur verið vandasamt því oft er staðan í niður- og hliðarhalla. Venjulega legg ég upp fyrir innáhöggið en í miklum meðvindi er vel hægt að ná inn á flöt í tveimur höggum. varasamt er að lenda hægramegin við flötina því þá stendur maður frammi fyrir erfiðu lob höggi. Par er gott hér en ef vindurinn er í bakið er fuglinn betri.

Leave a Reply