Fannar Ingi var að spila í Holukeppni unglinga núna um helgina, fyrsta umferð var höggleikur og var hann á besta skori allra á 68 höggum eða -3 á föstudaginn. Fyrstu umferð í holukeppnini vann hann 4/2 og aðra umferð 5/4 á laugardag. Undanúrslit og úrslit voru síðan spiluð í dag sunnudag, í undanúrslitum spilaði hann við Hlyn Bergsson og vann 3/1 þar sem þeir báðir voru með 6 fugla. Í úrslitum spilaði hann við Arnór Snæ Guðmundsson, Arnór náði snemma undirtökum í leiknum og átti 4 holur eftir 10 holur en þá fóru hlutirnir að gerast hjá Fannari sem endaði með því að Fannar vann leikinn 2/0. Fannar spliaði 83 holur í mótinu og fékk 29 fugla alls.
Hér má sjá úrslit í öllum umferðum:
Fannar mætti siðan í golfskálann í Gufudal í verðlaunaafhendingu í Styrtarmóti sveita GHG þar sem Auðunn Guðjónsson formaður afhendi honum blómvönd frá klúbbnum fyrir þriðja Íslandsmeistaratitillin sem hann vinnur.
Við óskum Fannari til hamingju með titillinn.