1. braut

Skemmtileg og falleg, stutt hola, öll upp í móti. Nota venjulega hybrid kylfu í teighögg til að lenda ekki í læknum sem uppi á hæðinni og sker brautina. Reyni að eiga 60-80 metra að flötinni eftir teighögg. Í öðru högginu þarf að gera ráð fyrir hæðarmismunim sem er nokkur. Par er gott hér, því þetta getur verið hættuleg hola. Þess má geta að líklega er þetta eina holan í heiminum sem státar af hver sem torfæru.

Leave a Reply