Falleg hola og ef aðstæður leyfa er hægt að reyna við flötina í teighögginu. Annars nota ég venjulega 4-5 járn og legg upp u.þ.b. 60-80m frá flöt og á þá venjulega góða möguleika á fugli. Hæðamismunur er það sem þarf að varast og vera alls ekki of langurþá hallar flötin öll frá. Mjög skemmtileg flöt með holustaðsetningum. Fugl er alltaf vel þeginn hér.
