Löng og erfið par 4 braut sem liggur í hundslöpp til hægri, þar sem teighöggið skiptir miklu mál. Hægt að skera brautinaí teighöggi en varasamt að missa boltann útaf hægra megin í hraun og mosa (algengt að kylfingar lendi þar). Venjulega miða ég á staurinn og er sáttur við að eiga 80-100m eftir í annað högg. Flötin er löng og mjó. Rétt kylfuval er því mikilvægt. Allt hægramegin við flötina er bannsvæði. Þar er hægt að lenda í vondum málum. Ánægður með par hér.
