Aðalfundur Golfklúbbs Hveragerðis fór fram á Þriðjudaginn 12. desember og var þátttaka á fundinum með ágætum.
Eins og hefð er fyrir var farið yfir skýrslu stjórnar og ársreikning félagsins og ekki er hægt að segja annað en að rekstur klúbbsins hafi gengið vel, félögum fjölgaði og hefðbundinn rekstur skilaði 4,9 milljónum kr. hagnaði, hagnaðnum var öllum varið í endurbætur á skála klúbbsins og meira til en alls var varið rúmum 8,0 milljónum í endurbyggingu á hlöðu sem er áföst golfskálanum, þar er fyrirhugað að koma upp inni kennslu- og æfingaraðstöðu með golfhermi.
Háttvísisbikarinn fékk að þessu sinni Guðjón Helgi Auðunsson en auk þess að vera hvers manns hugljúfi er hann boðinn og búinn til að hjálpa til við dómgæslu, mótahald ofl.
Það kom ekki mörgum á óvart að Fannar Ingi Steingrímssonvar var valinn golfari ársins hjá GHG, en það hefur verið félögum GHG mikið ánægjuefni að fylgjast með Fannari á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hann stóð sig frábærlega, vann eitt mót og varð í 3-4 sæti á íslandsmótinu í höggleik eftir að hafa verið í toppbaráttunni allan tímann.
Edwin Roald golfvallaarkitekt kom í heimsókn á fundinn og kynnti þær hugmyndir sem hann hefur verið að vinna að fyrir klúbbinn að undanförnu og málefnalegar umræður sköpuðust um það.