Golfklúbbur Hveragerðis gerir samstarfs samning við Sand Valley golfklúbbinn í Póllandi
Golfklúbbur Hveragerðis og Sand Valley golfklúbburinn í Póllandi hafa gert með sér samning þar sem fullgildir klúbbmeðlimir í GHG, fá 15% afslátt af golfi og gistingu á 3ja og 7 daga gistipökkum á Sand Valley á árinu 2019.
Sand Valley golfklúbburinn er tilnefndur sem golfklúbbur númer eitt í Póllandi og númer 49 á topp 100 lista Continental Europe.
Völlurinn er staðsettur í einungis 45 mínútna akstursfjarlægð frá Gdansk, en flogið er beint þangað frá Keflavíkurflugvelli. Gestir eru sóttir á flugvöllinn í Gdansk og ekið þangað að nýju eftir dvölina á Sand Valley.
Gisting er í lúxus húsum og er morgunmatur og hádegis- og kvöldverður í boði í klúbbhúsi. Öll húsin eru með sundlaug og sauna og fríu háhraða interneti.
Sand Valley golfmótið á Gufudalsvelli í júní 2019 – Innanfélagsmót
Sand Valley golfmótið verður haldið hjá GHG í júní 2019 (nánari dagsetning kemur síðar), mótið er innanfélagsmót og þátttökurétt eiga klúbbfélagar sem greiða fullt árgjald (ekki aukafélaga).
Sigurvegarar á þessu innanfélagsmóti fá keppnisrétt á „Road to Sand Valley“ golfmótinu sem haldið verður á Sand Valley í lok ágúst 2019.
Verðlaun verða veitt fyrir
- Sigurvegara í höggleik
- Sigurvegara í forgjafarflokki 0-18
- Sigurvegara í forgjafarflokki 18,1-36
Vinningurinn hljóðar upp á eftirfarandi:
- Akstur til og frá flugvelli
- Fjögurra nátta gisting í lúxus húsum
- Morgunverður alla morgna
- Ótakmarkað golf þessa daga
- Keppnisréttur á Road to Sand Valley
- Matur og drykkir á mótsdegi
Sigurvegarar greiða fyrir flug til og frá Póllandi, hádegis og kvöldverð og drykki utan keppnisdags.