Fréttir af starfi 2020

Kæri félagi. 

Gleðilegt nýtt golfár. 

Viljum biðja alla um að uppfæra hjá sér upplýsingar sem kom fram á golf.is. Nýtt viðmót verður tekið í gagnið í vor og verður allt flutt á milli svo þeim mun betra að hafa allt rétt.

Púttmótröð byrjar næsta laugardag í Hamarshöll þann 4. janúar og verður byrjað klukkan 09:30. Breyting verður á mótaröð og verða spilaðir 4 hringir (36 holur) og tveir bestu (18 holur) telja hvert sinn og verða það síðan sex bestu sem telja í lokin og kostar 500 krónur að taka þátt í hverju móti.

Inniæfingar hefjast á sunndag 5. janúar og verða í stóra í sal í Hamarshöll. Settar verða upp stöðvar og púttvöllur. Hvetjum alla krakka til að koma og vera með. Frítt á æfingar.

Örfyrirlestrar og inniæfingar. Boðið verður upp á golfkennslu og örfyrirlestra í vetur í þessum tímum. Skráning hjá Einar Lyng. einarlyng@ghg.is. Örfyrirlestrar nánar auglýstir síðar þar sem farið verður yfir sveiflu, vipp og pútt.

Golfferð í vor. VITAgolf hefur boðið félögum GHG afslátt í ferð á þeirra vegum sem farin verður til El Rompido þann 13-22 apríl. Nánar um ferðina á heimasíðu vitagolf.is eða hjá Einari Lyng.

 

Kveðja stjórn og starfsfólk GHG

 

Leave a Reply