Pistill frá vallarstjóra

Kæru félagsmenn, nú fer að styttast í sumarið að langar mig að upplýsa ykkur örlítið um hvað er að gerast á vellinum.
Fyrir þá sem ekki vita heiti ég Davíð og er nýr vallarstjóri á Gufudalsvelli og hóf ég störf í janúar. Ég hef áhuga á að gefa út nokkrar svona skýrslur yfir sumarið svona aðeins til þess að upplýsa félagsmenn um hvað við erum að gera á vellinum, svo megið þið endilega senda mér tölvupósta ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi viðhald á vellinum eða bara kíkja í kaffi.

Völlurinn:

Eins og staðan er núna er snjórinn alveg að fara af vellinum en ennþá er ekki langt í frostið í jörðu en við reiknum með að opna völlinn  1. maí fyrir almenning en völlurinn er eins og er opinn fyrir fullgilda félagsmenn. Planið er að hafa tvískiptan vinnudag (jaxladagurinn frétti ég að hann héti J) 24. apríl annan fyrir úti verkefni og hinn fyrir inni verkefni sem snúa að t.d. að koma hlöðunni í stand.

Starfsmenn:


Garðar Guðmundsson hóf störf strax eftir páska eða 6. apríl og munum við vera 2 starfsmenn á vellinum þangað til að nýr starfsmaður kemur til okkar í byrjun júní. Einnig erum við með 2 starfsmenn sem munu sinna bæjarsláttinum og svo koma líklega 2 krakkar frá vinnuskólanum í vinnu á völlinn í sumar.

Framkvæmdir:

Hafnar eru vorframkvæmdir á vellinum og hefur verið lagt nýtt efni í stíginn upp 1. Brautina svo munum við halda áfram að bæta í og laga aðra stíga vallarins. Einnig hefur verið byrjað að stækka fremri teig á 5. braut til suðurs og mun sá hluti teigsins vonandi opna fljótlega í sumar, en það verður samt hægt að notast við núverandi teig á meðan þessar framkvæmdir eru í gangi. Einnig er búið  að loka glompunni á 3. braut glompan var fyllt af efni og svo verða tyrft yfir, sú framkvæmd ætti ekki að hafa mikil áhrif á leik golfara en mun svæðið vera blámerkt þar til það er gróið. Vinnan í kringum nýja 1. flöt er í vinnslu en hvenær hægt verður að spila inn á hana verður að koma í ljós með tilliti til veðurs og grasvöxt. Varðandi núverandi 1. flöt þá er hún í misjöfnu ástandi og verður unnið í henni hörðum höndum til þess að hún verður í sínu besta standi fyrir opnun.

Davíð Svansson

Vallarstjóri.

Leave a Reply