Kæri félagi.
Er ekki kominn tími á að dusta rykið af kylfunum fyrir vorið.
Laugardaginn 16. mars kl 12:00 verður Einar Lyng með kennslu á æfingasvæði í golfherminum og fer hann yfir hvernig á að lesa úr tölum og hvað þær eru að segja. Ekki þarf að bóka tíma, bara mæta á réttum tíma. Allir áhugasamir velkomnir.
Einnig er boðið upp á einkakennslu og pútt mælingar fyrir þá sem það vilja. nánari tímapantanir fyrir það er hjá Einar í síma 771-2410
Púttmælingar fara fram með Puttlab Sam sem er mjög nákvæm mæling á öllum hreyfingum í púttsveiflu og getur sagt til um hvort þú sért með réttan pútter. Golfkennslan fer fram í QED æfingasvæðinu í herminum.
Tímapantanir hjá Einar eru í síma 771-2410