Kæri klúbbfélagi
Fyrirhugað er að halda Þorrablót Golfklúbbs Hveragerðis laugardaginn 15. febrúar í golfskálanum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með er bent á að skrá sig með því að senda póst á ghg@ghg.is
Síðasti séns að skrá sig er þriðjudaginn 11. febrúar kl. 12:00
Húsið opnar kl.18:00 laugardaginn 15. febrúar og kostar 7.000 kr. á mann. Gestum er velkomið að koma með nesti og gesti ef þeir kjósa, einnig verður tilboð á barnum.
- Hvenær: Laugardagurinn 15. febrúar
- Matur kemur frá Múlakaffi
- Húsið opnar: 18:00
- Verð: 7.000 kr.
- Vinir og vandamenn velkomnir
- Nesti leyfilegt
- Tilboð á barnum
Koma svo allir saman – fjölmennum og blótum saman þorrann!!!