Boðað er til aðalfundar Golfklúbbs Hveragerðis þriðjudaginn 12. desember 2017 kl. 20.00 í Golfskálanum Gufudal.
Dagskrá aðalfundar:
- Skipan fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar um starfsárið 2017
- Ársreikningur 2017
- Félagsgjöld 2017
- Fjárhagsáætlun 2018
- Lagabreytingar
- Kosningar
- Kosning eins stjórnarmanns til eins árs
- Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára
- Kosning þriggja varamanna í stjórn til eins árs
- Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs og eins til vara
- Viðurkenningar til félagsmanna
- Önnur mál
Ársreikningur 2017 verður sendur til félagsmanna fyrir fundinn eftir að stjórn hefur afgreitt hann, en reiknað er með að hann verði afgreiddur á stjórnarfundi þann 10. desember.
Félagar eru hvattir til að mæta
Fyrir hönd stjórnar GHG
Össur Friðgeirsson formaður