Aðalfundur 2018

Aðalfundur 2018

Boðað er til aðalfundar Golfklúbbs Hveragerðis þriðjudaginn 11. desember 2018 kl. 20.00 í Golfskálanum Gufudal.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skipan fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um starfsárið 2018
  3. Ársreikningur 2018
  4. Félagsgjöld 2018
  5. Fjárhagsáætlun 2019
  6. Lagabreytingar: 4. gr. Aðalfundur. Aðalfundur er æðsta vald í málefnum klúbbsins og skal haldinn eigi síðar en í desember ár hvert, og skal boða til hans á vefsvæði klúbbsins með a.m.k. 7 daga fyrirvara. Klúbbnum er einnig skylt að halda lista og senda bréflega út eftir honum til þeirra félagsmanna sem það kjósa. Aðalfundur er löglegur sé hann boðaður sem fyrir er mælt. Atkvæðisrétt á fundum klúbbsins hafa skuldlausir félagar.
  7. Kosningar
    1. Kosning formanns til tveggja ára
    2. Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára
    3. Kosning þriggja varamanna í stjórn til eins árs
    4. Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs og eins til vara
  8. Viðurkenningar til félagsmanna
  9. Önnur mál

Ársreikningur 2018 verður sendur til félagsmanna fyrir fundinn eftir að stjórn hefur afgreitt hann, en reiknað er með að hann verði afgreiddur á stjórnarfundi þann 9. desember.

Félagar eru hvattir til að mæta

Fyrir hönd stjórnar GHG
Össur Friðgeirsson formaður

Hér fyrir neðan má nálgast ársreikning 2018

Arsreikningur_GHG_2018

Leave a Reply