Kæru félagsmenn, vakin er athygli á því að þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn eða nefndir félagsins, fyrir starfsárið 2023, skulu senda upplýsingar þar um til rekstrarstjóra á netfangið einarlyng@ghg.is fyrir 25. nóvember. Taka skal fram hvort framboðið sé til formanns, stjórnar, varamanns stjórnar eða nefndastarfa. Stefnt er á aðalfund félagsins í byrjun desember.
Kær kveðja,
Stjórn GHG