Fréttir af starfi GHG

Kæri félagsmaður

Frá húsanefnd

Nú er komið að öðrum vinnudegi við skálann okkar og leitum við eftir að fá sem flesta til að koma og leggja hendur á vogarskálarnar næsta laugardag. Mörg verkefni liggja fyrir og margar hendur vinna létt verk. Við ætlum að byrja vinnudaginn klukkan 09:00 með heitu kaffi og morgunhressingu, bjóðum síðan til matarveislu eftir að vinnu líkur.

Frá mótanefnd

Miðvikudagsmót númer tvö fer af stað á morgun miðvikudag og hvetjum við alla til að koma og vera með. Það verður lítill hópur á vellinum sem á ekki að hafa nein áhrif á þá sem vilja koma og spila með í mótinu. Það verður ræst út á nokkrum teigum hjá hópnum, svo endilega leitið í afgreiðslu með að fá rástíma sem ekki er í boði á golf.is ef svo ber undir.

Einnig skal vakin athygli á að garðyrkjustöðin Flóra innanfélags mótið sem var fyrirhugað á laugardag færist til sunnudags vegna vinnudags á laugardag.

Hvetjum við alla til að koma og vera með í þessu með okkur.

Kveðja stjórn GHG

P.s. vonandi fer þetta að koma hjá veðurguðunum.

Leave a Reply