Fréttir af vetrarstarfinu

Kæri félagi.

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð er um að gera að fara að koma golfárinu í gang.
Fastir vetrarliðir hjá golfklúbbnum í Hveragerði eins og púttmótið og inniæfingar verða á sínum stað á nýjum tímum þennan veturinn. Við hefjum púttmótaröðina næsta miðvikudag 9. janúar og er Hamarshöllin opin frá 19:30 til 21:00 og allir hvattir til að dusta rykið af pútternum og mæta hress.
Inniæfingar í Hamarshöll þar sem við fáum afnot af stóra salnum verða á sunnudögum klukkan 17-18 og verða settar upp stöðvar og hægt að æfa sveifluna. Þessa tíma á líka að nota sem æfingatíma fyrir krakka og unglinga sem langar að koma og æfa eða prufa að vera með okkur í golfíþróttinni. Þjálfari/kennari verður á staðnum á þessum æfingum. Opinn tími verður líka í boði fyrir félagsmenn sem vilja kennslu og eru þeir félagar hvattir til að gefa sig fram við Einar Lyng golfkennara klúbbsins hvað það varðar. Þeir tímar eru líka á sunnudögum.

Af málum varðandi golfherminn er það að frétta að ekki er búið að klára neitt hjá okkar klúbb hvað aðstöðu varðar. Svo GOS hefur boðið okkur að koma og nota aðstöðuna hjá þeim. Tíminn í herminn kostar 2.500 kr. og geta verið allt að 4 saman um tímann. Ætlun er að safna saman félögum sem hafa áhuga á að taka þátt í því og eru þeir hvattir til að hafa samband við rekstrarstjóra til að skrá sig. Nokkrir dagar og tímar í boði.

GHG hefur borist tilboð í vorferð og er það á stað sem heitir El Rompido og er hann á Spáni. Ferðin verður farin þann 6 til 13. apríl. Allar nánari upplýsingar um ferðina er að finna á www.vita.is  El Rompido. Endilega ef það vakna spurningar þá má líka heyra í Einari Lyng. Ferðin kostar 169.900 kr. (ef notaðir eru 12.500 vildarpunktar) ef ekki þá kostar hún 179.900 kr.

Kveðja stjórn GHG

Leave a Reply