Kjörísmótaröðin er fyrsta mótið í innanfélagsmótaröð GHG fyrir árið 2015 og hefst hún næstkomandi miðvikudag, 13.maí, kl.16:00, leikin verður punktakeppni.
Innanfélagsmótaröðin í sumar verða fjórar mótaraðir, ein röð spiluð í hverjum mánuði, hver röð samanstendur af fjórum mismunandi mótum, punktamót, Texas Scramble, höggleikur með forgjöf og betri bolti. Mótin verða spiluð á miðvikudögum og verða rástímar frá klukkan 16:00
Leiknar verða níu holur og er mótsgjald 1000 kr. í hvert mót.
Keppendum verður veitt stig fyrir árangur í hverju móti fyrir sig, en mót telur ekki til stiga ef færri en 10 þátttakendur eru skráðir í mótið.
Til útreiknings heildarstigafjölda gilda 10 bestu mót hvers og eins.
Fyrirtæki í Hveragerði munu veita verðlaun í mótin í hverjum mánuði fyrir sig.
Á uppskeruhátíð klúbbsins verða síðan veitt þrenn verðlaun fyrir stigahæstu einstaklinga í karla-, kvenna- og barnaflokkum fyrir öll mótin.
Að auki fær stigahæsti þátttakandinn í mótaröðinni frítt árgjald í GHG fyrir árið 2016.
Mótanefnd GHG