Það kom loks smá sumar og er helgin búin að vera mjög góð.
Opna Cutter & Buck fór mjög vel fram og var mæting góð miðað við mjög erfiðar veðuraðstæður. Vonandi eitt af þeim mótum sem er komið til að vera hjá okkur.
Nýliðaæfing er nú í vikunni og er æfing á miðvikudag kl. 18:00 og mæting við skála. Allir nýliðar hvattir til að mæta og fá smá kennslu og gott spjall um golfleikinn.
Nýja hellulagða planið hjá okkur er orðið klárt og hefur verið bætt við 4 nýjum bekkjum og myndaðist skemmtileg stemning í dag sunnudag þegar fólk tók spjallið eftir hringinn.
Golfbílarnir nýju hafa verið í notkun og hafa reynst vel. Fullgreiðandi GHG félagar njóta sérverðs þegar þeir leigja golfbílana eða kr. 3.500 fyrir 9 holur. og 18 holur kr. 5.000 kr. Almennt verð er kr. 4.600 fyrir 9 holur og 18 holur 7.000 kr.
Barna og unglinganámskeiðin hefjast svo í næstu viku og er nánar um það á heimasíðu.
Áætlað er að taka í notkun vefmyndavélarnar sem eru á 1. og 2. braut í vikunni. Það verður QR kóði á skilti við teigana þar sem hægt er að skanna og sjá stöðuna á leikmönnum sem eru í hvarfi frá teigum.
Einnig er hægt að fylgjast með framvindu mála á þessari slóð. Vefmyndavél
Minnum á að skráning er hafin í meistaramótið sem fer fram í byrjun júlí í golfbox.
Hvetjum alla til að skrá sig í rástíma í golfbox og gefa sig fram í afgreiðslu.
Golfkveðjur frá GHG
Mynd sem fylgir þessari frétt er ekki lýsandi fyrir veðurblíðuna sem var sunnudaginn 9. júní