Meistaramót 2017

Meistaramót GHG fer fram miðvikudag til laugardags 5.- 8. júlí á vellinum okkar í Gufudal. Skráningu lýkur kl. 19:00 þriðjudaginn 4. júlí og eru félagar eindregið hvattir til þátttöku í þessu skemmtilega móti sem er ákveðinn hápunktur í félagsstarfi klúbbsins ár hvert.

Um er að ræða höggleik (með undantekningum) og keppt er í eftirtöldum flokkum:

Meistaraflokkur karla – forgjöf 9,0 eða minna
1.flokkur karlar – forgjöf 9,1 – 15,0
2.flokkur karla – forgjöf 15,1 – 24,0
3.flokkur karla – forgjöf 24,1 -36,0
4. flokkur karla – forgjöf 36,1 og hærra, í 4. flokk karla er keppt í punktakeppni með forgjöf.

Meistaraflokkur kvenna – forgjöf 28,0 eða minna
1. flokkur kvenna – forgjöf 28,1 eða meira, í 1. flokk kvenna er keppt í punktakeppni með forgjöf.

Öldungar
Öldungar karlar 50-69 ára
Öldungar karla 70 ára og eldri
Öldungar konur 50 ára og eldri

Leikdagar:
5.júlí    Miðvikudagur – Rástímar frá kl. 15 Allir flokkar
6.júlí    Fimmtudagur – Rástímar frá kl. 15 Allir flokkar
7.júlí    Föstudagur – Rástímar eftir uppröðun frá kl. 15 Karlaflokkar, kvennaflokkar og öldungaflokkur karla 50-69 ára
8.júlí    Laugardagur – Rástímar eftir uppröðun frá kl. 9 Allir flokkar

Lokahóf með mat verður kvöldið 8. júlí
Þeir sem leika 4 daga þá er verð fyrir mót 4.800 kr. matur 3.000 kr. saman 7.000 kr.
Þeir sem leika 3 daga þá er verð fyrir mót 3.600 kr. matur 3.000 kr. saman 6.000 kr.

Veislustjórn verður í höndum Guðmundar Erlingssonar.

Leave a Reply