Meistaramót GHG fór fram dagana 7.-10. júlí við þokkalegar aðstæður.
Þátttaka var ágæt en 40 kylfingar tóku þátt í mótinu í nokkrum flokkum kvenna og karla.
![]() |
![]() |
Fannar Ingi Steingrímsson varð klúbbmeistari karla á nýju mótsmeti en hann spilaði hringina fjóra á 275 höggum eða 13 undir pari. |
Klúbbmeistari kvenna varð síðan Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir en hún spilaði mótið á 391 höggi. |
![]() |
![]() |
Klúbbmeistari karla 50+ varð Erlingur Arthursson á 317 höggum eftir fjóra hringi. | Klúbbmeistari karla 70+ varð Helgi Hannesson á 259 höggum eftir þrjá hringi. |
Mótanefnd og stjórn klúbbsins vilja þakka kylfingum fyrir þátttökuna og vallarstarfsmönnum fyrir frábæra umgjörð og völl í topp standi.
![]() |
![]() |
![]() |
1. flokkur karla | 2. flokkur karla | 3. flokkur karla |
![]() |
![]() |
![]() |
1. flokkur kvenna | Opni flokkur karla | Opni flokkur kvenna |