Reglugerð fyrir meistaramót GHG
Reglugerð um meistaramót GHG
1. Meistaramót GHG skal haldið ekki seinna en 15. júlí ár hvert.
2. Þátttökurétt hafa allir fullgildir félagar klúbbsins.
Einungis klúbbfélagar með GHG sem aðalklúbb geta orðið klúbbmeistarar.
3. Keppt skal í karla-, kvenna-, opnum, unglinga- og öldungaflokkum.
4. Keppni hefst á mánudegi og stendur yfir til laugardags.
Mótsstjórn raðar niður leikdögum og rástímum hjá öllum eftir flokkum. Mótstjórn skal tilkynna leikdaga og drög af rástímum með góðum fyrirvara.
5. Leikinn skal höggleikur án forgjafar í eftirtöldum flokkum:
a. Karlaflokkar, teigar 54, 72 holur, (4×18 holur).
i. Meistaraflokkur, forgjöf 0 til 9,0.
ii. 1.flokkur karla, forgjöf 9,1-15,0.
iii. 2.flokkur karla, forgjöf 15,1-21,0.
Leikið skal höggleiksafbrigði án forgjafar (hámarksskor) í eftirtöldum flokkum:
iv. 3.flokkur karla, forgjöf 21,1-28,0.
v. 4.flokkur karla, forgjöf 28,1-36,0
b. Kvennaflokkar, teigar 45, 72 holur, (4×18 holur).
Leikinn skal höggleikur án forgjafar í eftirtöldum flokkum:
i. Meistaraflokkur kvenna, forgjöf 0-15,0.
ii. 1.flokkur kvenna, forgjöf 15,1-28,0.
Leikið skal höggleiksafbrigði án forgjafar (hámarksskor) í eftirtöldum flokkum:
iii. 2.flokkur kvenna, forgjöf 28,1-36,0
c. Öldungaflokkar:
Leikinn skal höggleikur án forgjafar í eftirtöldum flokkum:
i. Karlar 50-69 ára, teigar 50, 72 holur; (4×18 holur).
ii. Karlar 70 ára og eldri, teigar 45, 54 holur; (3×18 holur).
Leikið skal höggleiksafbrigði án forgjafar (hámarksskor) í eftirtöldum flokkum:
iii. Kvenna 50-69 ára, teigar 45, 54 holur; (4×18 holur).
iiii. Kvenna 70 ára og eldri, teigar 45, 54 holur; (3×18 holur)
d. Unglinga- og barnaflokkar:
i. Strákar 16-18 ára, teigar 54, 72 holur (4×18 holur).
ii. Stelpur 16-18 ára, teigar 45, 54 holur (3×18 holur).
iii. Strákar 13-15 ára, teigar 45, 54 holur (3×18 holur).
iv. Stelpur 13-15 ára, teigar 45, 54 holur (3×18 holur).
v. Barnaflokkur 12 ára og yngri, teigar 45, 27 holur ( 3x9holur). (Tilbúinn teigur)
Leikin skal punktakeppni með forgjöf í eftirfarandi flokkum:
i. Opinn flokkur karla, teigar valfrjálsir, 36 holur (4×9 holur).
ii. Opinn flokkur kvenna, teigar 45, 36 holur, (4×9 holur).
Heimilt er að fella niður eða breyta einstaka flokkum ef ekki er keppnisfært í þeim (þátttakendur eru færri en 3).
6. Óvæntar uppákomur:
a. Ef hætta þarf leik vegna óviðráðanlegra orsaka, skulu skor í öllum flokkum viðkomandi dag teljast ógild.
b. Ef ekki nást úrslit eftir lögbundinn holufjölda, um 1. sæti skal leika þriggja holu umspil og ef ekki nást fram úrslit í umspili þá skal leika bráðabana, um annað og þriðja sæti skal leika bráðabana.
i. Í umspili skal leika holur 4, 8 og 9.
ii. Í bráðabana skal leika holu 9 þangað til sigurvegari fæst.
7. Klúbbmeistarar GHG í karla- og kvennaflokki eru þeir kylfingar sem leika höggleik á
fæstum höggum af sömu teigum og jafnmargar holur og meistaraflokkar.
Sigurvegari í hverjum flokki verður flokkameistari.
8. Skráningu skal vera lokið kl. 19:00 tveimur dögum fyrir fyrsta keppnisdag.
9. Golfbílanotkun:
Keppi kylfingur í öldungaflokki eða opnum flokki má hann notast við golfbíl.
Keppi kylfingur hvorki í öldungaflokki né opnum flokki má hann notast við golfbíl
þá og því aðeins að hann skili læknisvottorði eða fái leyfi hjá mótsstjórn.
Klúbbmeistari verður að skila læknisvottorði til mótsstjórnar hafi hann leikið á golfbíl.
Reglugerð um þátttöku keppnisliða GHG í Sveitakeppni GSÍ í karla- og kvennaflokkum.
Stjórn GHG velur liðstjóra keppnisliðs GHG á sveitakeppni GSÍ karla og kvenna, stjórnin skal tilkynna val sitt eigi síðar en 1. maí ár hvert.
Fjöldi kylfinga skal vera í samræmi við ákvörðun GSÍ.
Einungis kylfingar sem eru skráðir í GHG sem aðalklúbb og greitt hafa félagsgjöld að fullu, geta öðlast rétt til að vera í keppnisliðinu.
Einnig skulu kylfingar hafa gilda forgjöf samkvæmt reglum GSÍ. Þeir 3 kylfingar sem eru efstir á meistaramóti GHG öðlast sjálfkrafa rétt til að vera í keppnisliðinu. Ef einhver af þessum 3 getur ekki tekið þátt, fjölgar í vali liðsstjóra Liðstjóri velur þá kylfinga sem vantar til að hafa fullt lið til keppni í sveitakeppni GSÍ.
GHG greiðir þátttökugjöld og sér keppnisliðum fyrir mat á keppnisdögum.
GHG sér keppnisliðum fyrir klúbbfatnaði (bol og/eða peysur) eftir þörfum.
GHG veitir keppnisliðum afnot að Gufudalsvelli til að halda styrktarmót. Ágóði af styrktarmótum skal notaður til að standa undir öðrum kostnaði svo sem ferða-, gisti-, golfkúlu- og fatakostnaði öðrum en í lið 7.