Staðarreglur

Gufudalsvöllur
STAÐARREGLUR

  1. Vallarmörk eru girðingar og hvítir hælar. Þegar 8. braut er leikin er svæðið hægra megin við hvítu
    hælana út af, annars eru þeir óhreyfanleg hindrun.
  2. Eftirfarandi eru grundir í aðgerð:
  • Svæði innan glompa þar sem vatn hefur fært sand úr stað þannig að rásir hafa myndast
  • Jarðfastir steinar á svæði slegnu í brautarhæð eða neðar á almenna svæðinu.

Öll mannvirki eru hluti vallar.

Eftirfarandi hlutir eru óhreyfanlegar hindranir:

  • Ofaná liggjandi vatnsrör, slöngur og vökvunarbúnaður.
  • Hitaveiturör og –stútar, eldri sem nýrri.
  • Allir hælar.
  • Brautarmerkingar, bekkir og ruslafötur.
  • Yfirborð vega og göngustíga, jafnvel þótt þeir séu ekki með manngerðan ofaníburð.
  • Leiktæki við 3. flöt.

Farið skal að skv. reglu 16.1.

3. Sé bolti í eða það er vitað eða nánast öruggt að bolti sem ekki hefur fundist er í ánni aftan við fjórðu flöt eða í hliðarvatnstorfærunni frá stígnum vinstra megin og að ánni má leikmaðurinn:

(i) fara að samkvæmt reglu 17 eða 18; eða

(ii) sem valkost til viðbótar láta bolta falla, gegn einu vítahöggi, á fallreitinn sem finna má hægra megin við brúna.

4. Á 5. braut er fallreitur aftan við 8. teig. Ef bolti fer fram fyrir 8. teig og er annað hvort ósláanlegur eða fer í ánna, þar á meðal þegar það er vitað eða nánast öruggt, þá má gegn einu vítahöggi láta bolta fallan á fallreitinn, jafnvel þótt hann sé nær holu.

5. Tré lægri en sem nemur 6 járni eru bannreitir sem eru hluti grundar í aðgerð. Ef bolti leikmanns í eða snertir slíkt tré eða slíkt tré truflar stöðu leikmannsins eða fyrirhugað sveiflusvið verður leikmaðurinn að taka lausn samkvæmt reglu 16.1

6. Svæðið milli 1. og 2. brautar sem skilgreint er með rauðum hælum og hvítum böndum er bannreitur og á að meðhöndlast sem rautt vítasvæði. Sem valkost til viðbótar við að fara að skv. reglu 17.1e má láta boltann falla á næsta fallreit við þann stað sem boltinn síðast skar torfæruna gegn einu vítahöggi, jafnvel þótt sá staður sé nær holu. Fallreiturinn er lausnarsvæði sbr. reglu 14.3.

7. ATH! Þetta hverasvæði er hættulegt og er stranglega bannað að fara inn á það, það getur verið LÍFSHÆTTULEGT!

8. Fallreitirnir eru lausnarsvæði sbr. reglu 14.3.

Víti fyrir brot á staðarreglu: Höggleikur: Tvö högg; Holukeppni: Holutap.

Júlí 2024.

Tímabundnar staðarreglur:

Samskeyti og jaðrar skorinna grasþakna og allt rask eftir vélar á leið teljast grund í aðgerð. Skemmd á fyrstu flöt (blámerkt) fær maður lausn frá ef hún er í púttlínu annars ekki, það er engin lausn ef bolti er fyrir utan flöt.

Leyft er að lyfta og hreinsa á snöggslegnu svæði á leið um kylfulengd þó ekki nær holu og um púttershaus á flötum þó ekki nær holu.