Sveitir GHG, reglugerð

Reglugerð um þátttöku keppnisliða GHG í

Sveitakeppni GSÍ í karla- og kvennaflokkum.

 

  1. Stjórn GHG velur  liðstjóra keppnisliðs GHG á sveitakeppni GSÍ karla og kvenna, stjórnin skal tilkynna val sitt eigi síðar en 1. maí ár hvert.
  2. Fjöldi kylfinga skal vera í samræmi við ákvörðun GSÍ.
  3. Einungis kylfingar sem eru skráðir í GHG sem aðalklúbb og greitt hafa félagsgjöld að fullu, geta öðlast rétt til að vera í keppnisliðinu. Einnig skulu kylfingar hafa gilda forgjöf samkvæmt reglum GSÍ
  4. Þeir 3 kylfingar sem eru efstir á meistaramóti GHG öðlast sjálfkrafa rétt til að vera í keppnisliðinu. Ef einhver af þessum 3 getur ekki tekið þátt, fjölgar í vali liðsstjóra
  5. Liðstjóri velur þá kylfinga sem vantar til að hafa fullt lið til keppni í sveitakeppni GSÍ.
  6. GHG greiðir þátttökugjöld og sér keppnisliðum fyrir mat á keppnisdögum.
  7. GHG sér keppnisliðum fyrir klúbbfatnaði (bol og/eða peysur) eftir þörfum.
  8. GHG veitir keppnisliðum afnot að Gufudalsvelli til að halda styrktarmót. Ágóði af styrktarmótum skal notaður til að standa undir öðrum kostnaði svo sem ferða-, gisti-, golfkúlu- og fatakostnaði öðrum en í lið 7.

Leave a Reply