Ágætu félagar.
Við í mótanefnd GHG viljum gjarna koma þeim skilaboðum til félaga að nú er holukeppnin okkar komin inn á Golf.is, eftir smá bilun þar á bæ, og því ekkert því til fyrirstöðu að skrá sig til keppni. Fyrsti keppnisdagur er 30. maí og síðan er spilað/keppt næstu 5 mánudaga og úrslit ráðast mánudaginn 27. Júní. Mótsgjaldið er eins og áður litlar 1.500 kr.
Þá langar okkur til að hvetja félaga til að vera duglegir að skrá sig í innanfélagsmótin. Það hefir verið fremur dauft yfir þátttöku í þeim mótum enn sem komið er en það er auðvitað þannig að þessi mót byggja alfarið á því að félagar séu duglegir að skrá sig og spila og því fleiri sem spila því skemmtilegra verður það.
Almar bakari kom með skemmtilegu hugmynd í spjalli við Ásgeir Andrason mótanefndarmann um daginn varðandi það að félagar hittist á laugardagsmorgnum, t.d. kl. 09:00, og spili 9 holur setjist síðan yfir spjalli og nýbökuðum vínarbrauðum sem koma frá Almars bakarí að sjálfsögðu.
Látið heyra hvort þetta er eitthvað sem menn gætu hugsað sér ??
F.h. mótanefndar GHG
Hjörtur Árnason
Ásgeir Andrason
Arnar Geir Helgason