Vetraræfingar og púttmótaröð 

Breytingar á púttmótaröðinni 

Nú er að fara af stað fótboltamót í Hamarshöllinni sem kemur til með að trufla púttmótin okkar næstu þrjá laugardaga. Ætlum við þess vegna að færa púttmótin þrjú næstu á mánudaga kl. 20:00. Þau verða sem hér segir 12. 19. og 26. mars. Síðasta mótið í þessari mótaröð verður svo haldið í Hamarshöll laugardaginn 31. mars.

Vetraræfingar og púttmótaröð 

Fyrsta púttmót ársins verður haldið 6. janúar kl.11 í Hamarshöllinni. Þar fer af stað mótaröð sem samanstendur af 6 mótum þar sem 3 bestu telja. Kostnaður við hvert mót er 500 kr. og er kaffi og góður félagsskapur á staðnum.
Allir velkomnir að vera með. Kylfur á staðnum.

Vetraræfingar hefjast mánudaginn 8. janúar kl. 20:30 í Hamarshöllinni. Eru þetta tímar þar sem félögum er frjálst að koma og vera með, aðaláherslan er lögð á stutta spilið í þessum tímum.
Þessir tímar eru einnig ætlaðir öllum þeim sem hafa áhuga á að prófa og forvitnast um golf, bæði unglingum og fullorðnum. Kylfur á staðnum.

Kveðja
GHG

Leave a Reply