Ágæti klúbbfélagi
Nú er að hefjast undirbúningur að því að opna völlinn fyrir sumarið, til að reka lokahöndina á það, þurfum við ykkar aðstoð og ætlum við þess vegna að hafa tvo vinnudaga í þessari viku. Fimmtudaginn 19. og laugardaginn 21. apríl. Mæting kl. 9 báða dagana. Verkefnin eru æði mörg og eru meðal annars að hita súpu, raka glompur, bera áburð á trén, bera sand ofan í göngustíga eftir þörfum og klára að klæða þakið á golfskálanum.
Það eru verkefni handa öllum bæði konum og körlum, ungum sem öldnum. Gaman væri að sjá sem flesta mæta.
Eftir vinnuna á laugardeginum, 21. apríl verður svo haldið Jaxlamótið og þá er ræst út á nokkrum teigum kl. 13:00 – vonandi geta sem flestir verið með.
Veðurspáin er góð fyrir báða dagana.
Öll aðstoð vel þegin – margar hendur vinna létt verk.
Með sumarkveðju
Stjórn GHG