Ágætu félagsmenn!
Vinnudagur, „Jaxlamót“ og „For-vinnudagur“
Nú er vor í lofti og golfsumarið 2016 virðist ætla að byrja snemma og af fullum krafti. Þess vegna hefur verið ákveðið að hafa vinnudaginn og síðan „Jaxlamótið“ í framhaldi á Sumardaginn fyrsta, þann 21. apríl Reiknað er með að vinnudagurinn hefjist kl. 9.30, súpa í hádeginu og svo Jaxlamótið eftir mat.
Þar sem gámasvæðið verður lokað þann dag, verðum við með „For-vinnudag“ laugardaginn 16. apríl, sem aðallega á að nota til að hreinsa rusl og taka til.
Hugmyndin er að hafa þetta frá kl. 13.00 – 15.00 og spila svo kannski nokkrar holur, því Steinn vallarstjóri ætlar þann dag líka að opna inn á sumargrínin fyrir félagsmenn. Eftir það komum við saman í skálanum og eigum góða stund saman (kannski finnst eitthvað útrunnið eða óútrunnið).
Veðurspáin fyrir laugardaginn 16. apríl er mjög góð og athygli er vakin á því að aðeins þeir sem mæta á annan hvorn vinnudaginn eiga rétt til þátttöku á Jaxlamótinu.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og taka til hendinni í góðum félagsskap.
Við viljum líka hvetja félagsmenn til að fjölmenna í síðasta mótið í púttmótaröðinni í Hamarshöllinni á milli kl. 10.00 og 12.00 laugardaginn 16. apríl.
Með golfsumarkveðju,
Stjórn GHG