Vinnudagur – Jaxlamót

Jaxlamót og vinnudagur laugardaginn 26. apríl.
Við stefnum að því að hittast klukkan 10:00 og vinna að þeim verkefnum sem verða af öllum toga í ca 3 tíma. Fáum okkur að borða saman og skellum okkur í golfdressið og spilum jaxlamótið um kl 14-14:30. Við stefnum að því að opna fyrir félagsmenn þann 27. apríl og mögulega fyrir öllum þann 1. maí.

Varðandi vallaropnun.
Við sendum upplýsingar í golfbox skilaboðum þegar við erum að opna eingöngu fyrir félagsmenn sem getur verið tímabundið og inn á sumarflatir. Það verður hugsanlega smá forskot á sæluna nú um páskana ef veður leyfir.

Kveðja frá starfsfólki.

Leave a Reply